Neyðarblóðhlutar fyrir sjúkraflug

Afgreiðsla blóðhluta: Starfsfólk Blóðbanka/Rannsóknadeildar SAk sér um afgreiðslu blóðhluta fyrir sjúkraflug. Á dagvinnutíma skal hafa samband við Blóðbanka í síma 240 Utan dagvinnutíma skal hafa samband við vakthafandi lífeindafræðing á Rannsóknadeild SAk.

Nauðsynlegt er að hringja í lífeindafræðing/Blóðbanka þegar liggur fyrir að blóðhluta þarf í sjúkraflug og hvernær flugið er áætlað. Það tekur a.m.k. 5-10 mínútur að útbúa flutningstösku fyrir sjúkraflug eftir að lífeindafræðingur er kominn í hús. Ef kennitala sjúklings liggur fyrir skal upplýsa lífeindafræðing um hana ef þörf skyldi vera á sérvöldum blóðhlutum.

 

Blóðhlutum skilað: Alltaf skal skila ónotuðum blóðhlutum úr sjúkraflugi. Blóðhlutar geymast í 24 klst. í innsiglaðri flutningstösku. Blóðbankinn tekur ekki við blóðhlutum sem hafa verið geymdir við aðrar aðstæður, t.d. í lyfjakæli.

Kalla skal út vakthafandi lífeindafræðing ef séð er fram á að meira en 24 klst. líða frá pökkun blóðhlutanna þar til morgunvakt á Rannsóknadeild mætir til vinnu.

 

Ef minna en 24 klst. eru frá pökkun blóðhluta þar til morgunvakt á Rannsóknadeild mætir til vinnu, skal geyma blóðhlutana í flutningstöskunni og koma þeim á Rannsóknadeild um leið og morgunvakt mætir eða lífeindafræðingur á vakt kemur í hús.