Merki fluglækna

Fluglæknar á Akureyri hafa eignast merki. Hönnuður er Unnur Gígja Gunnarsdóttir, grafískur hönnuður.  Merkið verður meðal annars notað til að merkja fatnað fluglækna. Merkið tónar ágætlega við merki SAk og merki Velunnara sjúkrahússins.