Við höfum gefið út verklagsleiðbeiningar um notkun sjúkraflugvélar og pöntun á sjúkraflugi. Þetta eru f.o.f. sjónarmið ábyrgðaraðila sem eru sett fram með þessum hætti til leiðbeiningar fyrir þá sem panta sjúkraflug. Skjalið má finna undir flipanum LEIÐBEININGAR.
Það er mjög mikilvægt fyrir sjúkraflutningamenn og fluglækna að fá uppgefin lífsmörk. Best er að þau séu gefin upp í fyrsta símtali við Neyðarlínu sem sendir þau svo í síma viðbragðsaðila. Þetta getur t.d. skipt máli varðandi val á áhöfn og undirbúning flugs (er t.d. þörf fyrir blóðafurðir, æðaherpandi lyf, eða auka sprautudælur).
Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs