Sjúkraflug 2020

Nú liggja fyrir helstu tölur fyrir sjúkraflug á árinu 2020. Alls var flogið með 652 sjúklinga, sem er svipaður fjöldi og árið 2015. Meðal fjöldi á síðustu 5 árum var 788 sjúklingar. Farið var með 417 sjúklinga á Landspítala , 130 á Sjúkrahúsið á Akureyri og mun færri til annarra staða. Það verður gerð betri grein fyrir þessu í Ársskýrslu.